Stokkseyri-Þorlákshöfn

Stokkseyri-Þorlákshöfn 18. febrúar

Nýtt sett inn sunnudaginn 12.02

Miðan við hvernig langtímaveðurspáin er fyrir næstu helgi og hvernig stendur á fjöru, háfjara kl:09:42 og spáin norðvestan, -3. stig og heiðskýrt, þá stefnum við á það að gangan hefjist í Þorlákshöfn. Smile

Fjaran frá Stokkseyri og vestur fyrir Eyrabakka er rómuð fyrir mikla náttúrufegurð og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ferðamanna. Þjórsárhraun þekur landsvæðið milli Ölfusár og Þjórsár en það er víða hulið þykku jarðvegslagi. Hraunjaðarinn er nú marbakki undan Stokkseyri og Eyrarbakka og það myndar skerjagarðinn þar úti fyrir og nær mörg hundruð metra út.. Hraunið er víðast um 15-20 m þykkt en um 40 m þar sem það er þykkast.


Vestan við Eyrarbakka tekur við Óseyrin sem myndar ásamt Ölfusá stórt sjávarlón eða stöðuvatn. Eyrin dregur nafn sitt af ós árinnar og á austurenda hennar er brúin sem vígð var 1989.
Sandrifið frá árósnum, alt að Hamarenda eða Skötubót við Þorlákshöfn, hefur verið kallað Vikarsskeið. Nú er þessi hluti Skeiðsins nefndur Hafnarskeið eða Þorlákshafnarskeið, en Hraunsskeið sá er austar liggur.
Nokkrar staðreyndir:
Organleikarinn og tónskáldið dr. Páll Ísólfsson (1893-1974) er einn þekktasti Stokkseyringurinn frá 20.öldinni.
Eyrarbakki var einn stærsti bær á Íslandi og var á sínum tíma mun stærri en t.d. Reykjavík og leit lengi út fyrir að Eyrarbakki yrði höfuðborgin.
Árið 1951 voru 14 manns skráðir með búsetu í Þorlákshöfn.


 

 

 

http://stokkseyri.is
http://eyrarbakki.is/
http://www.olfus.is/

Vegalengd: um 18 km
Göngutími: um 5 klst

Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í ódýrri líkamsrækt og göngu í skemmtilegum félagsskap.
Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:00, stundvíslega. Þar sem safnast verður saman í bíla. Ætlunin er að við ökum niður á Stokkseyri, þar sem við sameinustum aftur í bíla og ökum að upphafsstað göngunnar í Þorlákshöfn. Það er svo samkomulagsatriði milli þeirra sem ferðast saman í bíl, hvernig þeir deila þeim kostnaði á milli sín. 
Með kveðju Ferðafélag Árnesinga