Stóra- Sandfell

Stóra-Sandfell 3.desember

Vestan undir Skálafelli á Hellisheiði kúrir fell það sem ber hið stóra heiti Stóra-Sandfell (424 m.y.s). Eftir því sem rannsóknir hafa leitt í ljós á þetta fell sér ekki ýkja merkilega sögu eða valdið

straumhvörfum í fjallamennsku á Íslandi. Það bara er þarna, við stefnum á það. Þegar því er náð höldum við á Nyðri Eldborgina sem hvílir undir StóraMeitli. Eldborgarhraunið á upptök sín á þessum slóðum og hefur þetta hraun runnið suður með Litlameitli og Lönguhlíð allt niður í Ölfus. Héðan förum um Lágaskarð en Steindór Sigurðsson lýsir Lágaskarðsleið í Árbók Ferðafélagsins 1936: “. Lágaskarðsleiðin var eina aðalþjóðleiðin yfir Hellisheiði, allt fram að því að akvegur var gerður yfir heiðina og sjálfsögðust leið allra austanmanna, er um Eyrarbakka komu og fóru yfir Ölfusá í Óseyrarnesi og um Hafnarskeið. Vestan undir Stóra-Sandfelli er hádepill Lágaskarðsleiðar (303 m.y.s.).

 

Eins og jafnan í viðburðum Ferðafélags Árnesinga, er ekkert þátttökugjald, nema annað sé tekið fram. Það er svo samkomulagsatriði milli þeirra sem ferðast saman í bíl, hvernig þeir deila þeim kostnaði á milli sín.Eins og alltaf þá eru allir velkomnir.

Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:30, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla.
Vegalengd: um 10 km
Göngutími: um 3 klst
GPS
Heimildir: F.Í og alnetið
Með kveðju Ferðafélag Árnesinga