Esjan
ATH Esjan 4. nóvember Eins og þið sjáið í fréttinni hér á undan þá urðum við að fella niður gönguna á Bjarnafellið vegna rjúpnaveiði, förum því þá á næsta fjall,…
Móbergsstapinn Hrafnabjörg stendur við Þingvallavatn umflotinn hraunum sem runnið hafa á núverandi hlýskeiði.
Næsti félagsfundur verður 25. október kl: 20:00 í Karlakórsheimilinu að Eyravegi 67 á Selfossi. Fundarefni: ***erindi Hjartar Þórarinssonar um Fjalla-Eyvind og Höllu ***Hlöðuvallahús til byggða ?, tillaga borin upp um…
Fjallið Skriðan sem er upp af Laugardal, er tæplega þúsund metra hátt og útsýn af tindi þess þykir fögur og tilkomumikil. Uppi á Skriðu er djúpur gígur með vatni. Gangan á fjallið tekur u.þ.b. 6. klst. en þykir ekki erfið.
Kálfstindar eru hluti af langri fjallaröð sem teygir sig frá Lyngdalsheiði og til norður-austurs inn á hálendið ofan Laugarvatns.
Eitt af mest áberandi og eftirtektarverðu fjöllunum í nágrenni Þingvalla eru Botnssúlur. Kannski Skjaldbreiður nái að fanga augað frekar sökum reglulegar lögunnar sinnar. Oftar en ekki fá Botnssúlur að fljóta með í bakgrunni á myndum af Þingvöllum þar sem þær teygja sig hnarreistar til himins.
Ekið er að Skógum þar sem gangan hefst hjá hinum tignarlega Skógafossi. Brekkan upp með fossinum er nokkuð á fótinn og heppileg til að hita vöðvana fyrir gönguna, en eftir það er nokkuð aflíðandi á Hálsinn. Leiðin liggur frá Skógum undir Eyjafjöllum, milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls, að Básum skála Útvistar í Goðalandi.
Akrafjallið og umhverfi þess er sannkölluð paradís fyrir útivistarfólk. Gönguferð á fjallið er tiltölulega auðveld og útsýnið ægifagurt. Fjallið gnæfir eins og útvörður byggðarinnar á Skipaskaga. Það er sporöskjulöguð og formfögur fjallabunga sem stendur á nesinu á milli Hvalfjarðar og Leirárvogs.