Aðalfundur

Aðalfundur Ferðafélags Árnesinga verður í Karlakórsheimilinu, Eyravegi 67 á Selfossi þann 14. mars kl: 20:00.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Að loknum fundi um kl:21:00 verður ferðakynning frá Ultima Thule á gönguferðum erlendis. Ýmsa ferðamöguleika er hægt að skoða á heimasíðu þeirra ultimathule.is. Þeir eru í samstarfi við breska ferðaskrifstofu Exodus sem skipuleggur gönguferðir um víða veröld.

Sérstaklega er áhugi á gönguferð til Marokko. Talið er að hitastig til slíks sé ákjósanlegt t.d. í október. En við skoðum að sjálfsögðu aðra kosti.

Með kveðju Ferðafélag Árnesinga