Skálafell

Skálfell frá Þurá í Ölfusi 6. apríl

     Skálafell á Hellisheiði er fjall sem blasir við á vinstri hönd þegar ekið er vestur Hellisheiði. Það er eitt af þeim fjöllum sem láta lítið yfir sér en þegar komið er upp á það kemur útsýnið á óvart.

Nafnið mun vera dregið af skála Ingólfs sem hermt er að hafi verið þar. Það er skemmtilega staðsett á heiðarbrúninni fyrir ofan Ölfusið en þaðan ætlum við að ganga í dag, upp með Þurá og koma að Fellinu að suðvestanverðu. Við munum þvera svo kallaða Suðurferðagötu á leið okkar, sem liggur um 8 km að þjóðvegi 1 á Hellisheiði frá Þóroddsstöðum. skala MediumLeiðin er svo kölluð vegna þess að hún var flutningaleið til Reykjavíkur og frá. Hún var einnig nefnd Skógargata, því að þar fóru Hjallamenn í Grafning til hrísrifs. Á góðum degi er mjög víðsýnt af fjallinu, sérstaklega til suðurs og til austurs yfir suðurlandsundirlendið. Skálafellið er dæmigert móbergsfjall sem hefur orðið til við gos undir jökli. Eitt af fyrstu flugslysum þar sem Íslendingar dóu átti sér stað í hlíðum Skálfellsins 1948, en þetta var flugvél sem var í sjónflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur, allir sem voru um borð dóu,en þeir voru fjórir.

 

Mæting er við  Samkaup (Hornið) kl. 9:00, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla,verð fyrir sæti 1000-kr.

Vegalengd: um 12 km

Göngutími: um 4. klst.

Byrjunarhæð: 50. m

Mestahæð: 574. m

GPS til viðmiðunar

Heimild: F.Í og veraldarvefurinn

Kveðja Ferðafélag Árnesinga