Kistufell

Kistufell 21. apríl

     Ekið sem leið liggur upp Bláfjallaveginn en síðan beygt af honum til hægri inn á Hafnarfjarveginn (417). Honum fylgt þar til komið er að þeim stað fyrir neðan Grindarskörð, þar sem gangan hefst.

Byrjað er á því að fylgja Selvogsgötunni upp í Grindarskörðin. Á leiðinni má víða sjá marka fyrir götunni í hrauninu. Full ástæða er einnig til að gefa gaum því sem í hrauninu leynist t.d. hrauntröðum, niðurföllum. Þegar komið er upp í Grindarskörðin blasir sléttlendið við sem Selvogsgata liggur yfir áleiðs niður í Selvog. Í Grindaskörðum eru eldvörp á alla vegu. Úr Miðbollum hafa runnið hraun eftir landnám og náð í sjó fram milli Straumsvíkur og Hvaleyrarholts.
kistufell kortkistufellÚr Grindarskörðum er haldið til vesturs upp nokkurn slakka og kemur þá í ljós að framundan er misgengi sem liggur nokkuð í göngustefnu og er því fylgt áleiðs. Brátt verður á vegi okkar fallega mótaður gjallgígur sem hefur hlotið nafnið Gráfeldur. Gaman er að fara upp á hann og skoða, enda er hann mjög reglulegur að lögun.
 Frá Gráfeldi er haldið áfram og sveigt örlítið meira til vesturs og tekin örlítil hækkun. Land fer nú að verða eldbrunnið og framundan rís Kistufell 527 m.y.s. Í Kistufelli er gríðarlega stór og mikill gígur eða jarðfall sem nýtur sín hvað best ef farið er upp á fjallið. Væntanlega er þessi gígur eitt af stærstu náttúrufyrirbærunum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en hann er um 300 * 400 metrar í þvermál.
Eftir að hafa staldrað við á þessu svæði er tímabært að snúa til baka og liggur þá leiðin niður slakkann undir Kistufelli og í Brennisteinsnámurnar. Þarna var unninn brennisteinn handa kónginum á sínum tíma. Ekki þótti þetta vera mjög arðbær framleiðsla, enda um langan veg að fara og lagðist hún því af eftir skamman tíma. Í hlíðum Kistufells fórst káfbátaleitarvél í mars 1945, með henni fórust fimm menn, en talsvert er af hlutum víð og dreif um hlíðar fjallsins. Eftir að hafa staldrað við í brennisteinsnáminu er haldið til norðausturs milli hrauns og hlíða alveg fram í Grindarskörðin og þangað sem gangan hófst.
Göngufæri er almennt nokkuð gott. Nokkur hækkun er upp í Grindarskörðin en eftir það er yfir slétt hraun, móa og mela að fara.

Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:00, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla,verð fyrir sæti 1000-kr.

Vegalengd: um 16 km
Göngutími: um 5. klst.
Byrjunarhæð: 220. m
Mestahæð: 527. m

 GPS til viðmiðunar
Heimild: Ferlir, Toppatríl og veraldarvefurinn
Kveðja Ferðafélag Árnesinga