Hengill
Dyradalur-Skeggi-Marardalur 18. maí, ath. breytt dags.
Stórbrotin og falleg leið, hrikaleg á köflum nokkuð bratt en allsstaðar auðvelt að fóta sig. Frá Dyradal er haldið til suðausturs upp gil í norðurhlíð Vörðu-Skeggja sem gnæfir þarna yfir, gengið er um grónar brekkur þar sem leiðin liðast áfram upp með hlíðum fjallsins. Fallegt útsýni er yfir Klungrin, Skeggjadal og Kýrdalshrygg.