Grimannsfellid

Grímannsfellið 1. nóvember

Grímannsfellið er hæst í Mosfellsfjöllunum 484 m y.s. Við byrjum gönguna við Gljúfrastein, göngum upp með Köldukvíslinni og upp að Helgufossi. Þar fyrir ofan förum við yfir ánna (hægt að stikla á steinum) og upp fjallið, upp á Stórhól sem er hæsti punkturinn. Þaðan yfir á Flatafell og niður að Hádegisklettum þar sem við förum niður, göngum síðan eftir Helgadalsveginum til baka að Gljúfrasteini.grimannsfell

Vegalengd: 11 km
Göngutími: 4-5 klst
Hækkun: ca 400 m
GPS til viðmiðunnar
 
 Brottför frá Samkaup (Horninu) Selfossi kl 9:00 – verð fyrir sæti 1000 kr.

Mæting við Gljúfrastein kl 9:50. Endilega sameina sig sem mest í bíla því bílastæðin við Gljúfrastein eru frekar fá og ekki sniðugt að teppa þau öll. Þeir sem koma af höfuðborgarsvæðinu geta t.d. sameinað sig í bíla á bílastæðinu við Helgafell (í Mosó) kl 9:40. Muna eftir að klæða sig eftir veðri, nú er kominn vetur og við getum átt von á allskonar veðrum. Heitur drykkur á brúsa, vatn og nesti má heldur ekki gleymast heima.

Kveðja Ferðafélag Árnesinga