Vordufell

Vörðufell

 ATH! Vegna mjög slæms veðurútlits á laugardaginn (ekkert ferðaveður) hefur ferðanefnd ákveðið að færa gönguna yfir á sunnudagin 15. mars.

 

Laugardaginn 14. mars ætlum við að ganga á Vörðufell sem er allmikið fjall, um 7 km að lengd og 4 km þar sem það er breiðast. Það er bæði í Skeiðahrepp og Bláskógabyggð.

(more…)

Comments Off on Vordufell

Grindavik-Reykjnesviti

Strandganga Grindavík – Reykjanesviti 21. febrúar

Fullbókað er í þessa ferð 

Gengið verður milli Grindavíkur og Reykjanesvita, sem var byggður á árunum 1907-1908, veður og vindátt munu ráða því í hvora áttina verður gengið. Þrátt fyrir að hækkun sé óveruleg og þetta sé láglendisganga er hún langt frá því að vera létt, því gengið er yfir úfið hraun og gróft fjörugrjót sem reynir mikið á hnjáliði og ökkla. Áætluð vegalengd er á bilinu 20-25 km. Göngutími: 7-8 klst. Munið skjólgóðan fatnað, gott nesti og nóg að drekka.

(more…)

Comments Off on Grindavik-Reykjnesviti

Skalafell

Skálafell á Hellisheiði

Gengin verður hefðibundin leið frá Smiðjulaut við Hellisheiðarveg, í átt að Hverahlíð og síðan upp öxlina norðaustan megin á Skálafellinu. Á toppnum (574 m y.s.) munum við horfa yfir Ölfusið fagra en á góðum degi er víðsýnt yfir sveitir Suðurlands og alla leið vestur á Reykjanes.

(more…)

Comments Off on Skalafell

Eldborg-Geitahlid-Arnarfell

Laugardaginn 24. janúar verður gengið á Eldborg, Geitahlíð 380 m y.s. og Arnarfell 193 m y.s. sem staðsett eru sunnan Krýsuvíkur. Með Eldborginni er því ca 600 metra hækkun, göngutími verður ca 4-5 klst, vegalengd ca 10 km í heildina.

(more…)

Comments Off on Eldborg-Geitahlid-Arnarfell

Hellisskógur

Miðvikudagskvöldið 17. desember verður ganga í Hellisskóg. Þar ætlum við að eiga saman notalega stund í Hellinum við kertaljós. Safnast verður saman á bílaplaninu innan við hliðið í Hellisskóginum kl…

Comments Off on Hellisskógur

Gjábakkahellir

Gjábakkahellir 15. nóvemberHellirinn liggur undir veginn milli Gjábakka og Laugarvatns um tvo kílómetra frá eyðibýlinu Gjábakka. Hellirinn er opinn í báða enda og er neðra opið rétt neðan vegarins og…

Comments Off on Gjábakkahellir

Grimannsfellid

Grímannsfellið 1. nóvember Grímannsfellið er hæst í Mosfellsfjöllunum 484 m y.s. Við byrjum gönguna við Gljúfrastein, göngum upp með Köldukvíslinni og upp að Helgufossi. Þar fyrir ofan förum við yfir…

Comments Off on Grimannsfellid

Reykjanes

Grænadyngja og Trölladyngja 18. okt.   Móbergshálsarnir á Reykjanesi eru mjög áhugaverðir til gönguferða og eru þar mörg fjöll sem gaman er að ganga á. Hálsarnir eru tveir sem ganga…

Comments Off on Reykjanes

Félagsfundur

Félagsfundur 15. október. Félagsfundur verður í Karlakórsheimilinu, Eyrarvegi 67 á Seflossi þann 15. október kl: 20:00. Fundarefni: **Kynning á ferðaáætlun næsta árs og umræður um áætlun árið 2016.**Kynning á Buffalo…

Comments Off on Félagsfundur

Bruarskord

Brúarskörð 4. október

Brúará fellur úr Brúarárskörðum sem eru á milli Högnhöfða og Rauðafells. Áin er talin um 44 km löng og vatnsmagnið 40 rúmmetrar á sek. Lengst af rennur Brúará í djúpu gljúfri og eiga göngumenn eftir að heyra lætin í henni þar sem hún beljar fram.

(more…)

Comments Off on Bruarskord