Skalafell

Skálafell á Hellisheiði

Gengin verður hefðibundin leið frá Smiðjulaut við Hellisheiðarveg, í átt að Hverahlíð og síðan upp öxlina norðaustan megin á Skálafellinu. Á toppnum (574 m y.s.) munum við horfa yfir Ölfusið fagra en á góðum degi er víðsýnt yfir sveitir Suðurlands og alla leið vestur á Reykjanes.

Vegalengd um 7 km
Göngutími um3 klst
Byrjunarhæð um 300 m y.s.
Hækkun 280 m

Skálafell

smiðjulautBrottför frá Samkaup (Horninu) á Selfossi kl 9:00 stundvíslega þar sem safnast verður í bíla. Þeir sem fá far með öðrum greiða 1000 kr í eldsneytisgjald.

Munið klæðnað eftir veðri, það er kalt og vindasamt á þessum árstíma. Göngubroddar eru algert skilyrði í þessa ferð, það er harðfenni í brekkum og glerhált. Gott er að hafa með heitan drykk á brúsa, matarmikla samloku og eitthvað fleira til að maula á.

Við viljum minna fólk á að ganga ekki af stað fyrr en göngustjóri hefur lagt af stað, fara ekki fram úr honum og fylgja leiðarvali. Göngustjóri í þessari ferð verður Ölfusingurinn Hulda Svandís Hjaltadóttir.

ATH. Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

Kveðja Ferðafélag Árnesinga