Esjan

Esjan

Laugardaginn 30. maí verður farin óhefðbundin leið á Esjuna en það verður þó ekki fyrr en nær dregur sem hægt verður að segja til um nákvæmlega hvaða leið verður farin, það ræðst m.a. af veðri, vindum og snjóalögum.

Nánari upplýsingar um ferðina verða sendar út í seinnipart næstu viku en brottför verður kl 8:00 frá Samkaup (Horninu) Selfossi, þar sem safnast verður saman í bíla og að venju verður 1000 kr eldsneytisgjald fyrir þá sem fá far með öðrum.Nýjar upplýsingar. Ákveðið hefur verið að hittast á laugardagsmorguninn kl 8:45 á planinu við Helgafellið í Mosó (þar sem rauði kassinn er á þessu korti) – þar tökum við skýjastöðuna á Esjunni og ákveðum gönguleiðina í framhaldi af því. kort
Semsagt … óvissuferð framundan.
 
Með kveðju frá ferðanefnd.