Bliksdalur

Blikdalshringur 17.maí.    Sjá frétt að ofan.

Af ýmsum orsökum verður breyting á göngu helgarinnar. Í staðinn fyrir Tindfjöll tökum við Blikdalshringinn í Esjunni sunnudaginn 17. maí. Fararstjóri verður Hjalti Björnsson og ferðin er opin öllum. Þátttökugjald er 1500 kr og greiðist á staðnum við upphaf göngu – vinsamlega mætið með rétta upphæð þannig að ekki þurfi að gefa til baka.

Blikdalur er lengstur Esjudala og er hann milli sex og sjö km. Dalurinn er um 2 km breiður milli fjallsbrúna um miðjan dal, en þrengist nokkuð þegar innar dregur og dýpkar þar sem hann klýfur Há-Esjuna milli Dýjadalshnjúks og Kerhólakambs.blikdalur

Þetta er 23 km langur og erfiður hringur. Við förum upp vestan við dalinn, upp að Dýjadalshnúk, fylgjum brúnum uns komið er fram á Kerhólakamb og síðan niður eftir suðurbrúnum dalsins um Smáþúfur uns hringnum er lokað að nýju. Ætlaður göngutími er 9-10 klst og áætluð hækkun á göngu um 1200 metrar.

Upphafsstaður göngu er við bílavigtina á Kjalarnesi rétt við Blikdalsána. Þar er hægt aka bílum út af og skilja þá eftir á tryggum stað. Ekið er eftir þjóðvegi eitt (Vesturlandsvegi) um Kjalarnes uns komið er að vigtinni.
Brottför frá Samkaup (Horninu) Selfossi kl 6:15 stundvíslega og eins og vanalega er 1000 kr eldsneytisgjald fyrir þá sem fá far með öðrum.
Þeir sem eru á Höfuðborgarsvæðinu og vilja sameinast í bíla geta mætt í Mörkina 6 rétt fyrir kl 7:00 á sunnudagsmorgninum og þaðan verður farið stundvíslega kl 7:00 – annars er mæting á vigtarplaninu kl 7:15.

Allir verða að hafa meðferðis jöklabrodda og ísaxir. Takið einnig með hálkubroddana, skíðagleraugu, jöklagleraugu og sólaráburð. Munið eftir góðu nesti og nægu vatni. Við verðum 9-10 klst í leiðangrinum og hvergi er hægt að komast í vatn uppi á fjallinu svo 2-3 ltr á mann er hæfilegur skammtur að meðtöldu því sem er í hitabrúsanum.
Sjáumst hress og kát. 🙂

Með kveðju frá ferðanefnd.