Alviðra – Inghóll

Alviðra – Inghóll 20. apríl

Kveðjum veturinn með kvöldgöngu á Ingólfsfjallið

Um leið og félagið vill þakka fyrir glæsilega metþátttöku í gönguna síðasta vetradag á sl. ári, en í þá göngu mættu 60. manns. Höfum við ákveðið að vera með álíka kvöldferð 20. apríl n.k. síðasta vetradag (frídagur daginn eftir).Von okkar er að sjá ykkur sem flest í þá göngu.

(more…)

Comments Off on Alviðra – Inghóll

Búrfell Þingvallasveit

Búrfell Þingvallasveit 23. apríl

Mörg fjöll á Íslandi bera sama nafn eins og Búrfell.  En hvers vegna ætli fjöll heiti Búrfell? Það fyrsta sem kemur væntanlega upp í hugann er búrhvalur því ef litið er á mynd af slíku dýri þá eru ákveðin líkindi með útliti hvalsins og sumum Búrfellum einkum þeim sem eru stapar.

(more…)

Comments Off on Búrfell Þingvallasveit

Milli hrauns og hlíðar, Blákollur – Eldborgir

Milli hrauns og hlíðar, Blákollur – Eldborgir 26. mars

Blákollur er eitt af fjöllunum sem fáir taka eftir á leið sinni eftir Suðurlandsveginum, þetta fjall sem rís 532 m.y.s. er ekki mjög erfitt uppgöngu. Gengið er á það eftir hrygg sem gengur út úr því að NA-verðu.

(more…)

Comments Off on Milli hrauns og hlíðar, Blákollur – Eldborgir

Hellisheiðarvegur

Hellisheiðarvegur 12. mars

ATH. breyting á upphafsstað göngu, farið inn á heiðina til norðurs fyrir ofan Hveradalabrekku

Nú verður fetað í fótspor forfeðranna og hluti af gömlu þjóðleiðinni yfir Hellisheiði gengin. Haldið verður frá þeim stað þar sem Sæluhús SVFÍ stóð á Hellisheiðinni og gengið þaðan í vesturátt að Hellisskarði sem er fyrir ofan Kolviðarhól. Sú leið er öll vörðuð axlarháum vörðum með jöfnu millibili. Á miðri leiðinni er haganlega hlaðinn kofi úr hellugrjóti sem veitti lúnum ferðalöngum húsaskjól í slæmum veðrum.

(more…)

Comments Off on Hellisheiðarvegur

Aðalfundur

Aðalfundur Ferðafélags Árnesinga verður haldinn föstudagskvöldið 11 mars. n.k. kl: 20:00 í karlakórsheimilinu að Eyrarvegi 67 Selfossi. Eftir venjuleg aðalfundarstörf, um kl: 21:00 kemur Bjarni Harðarsson á fundinn og flytur…

Comments Off on Aðalfundur

Að ferðalokum

Upp með Hengladalaá áttum við í morgun ævintýrin ekki smá umvafin af klettaborgum. Sönglaði áin, söng við foss seyðandi tók  Kári undir. Melódían minnir oss á magnaðar gleði stundir. Héldum…

Comments Off on Að ferðalokum

Hengladalaá – Kambar.

Hengladalaá – Kambar 26. febrúar

Kambar er brött hlíðarbrekka austan í Hellisheiði vestan við Hveragerði. Hraunflóð hafa runnið þar niður nær 240 m háa hlíðina. Kambavegur þótti fyrrum all græfralegur.

(more…)

Comments Off on Hengladalaá – Kambar.

Þjórsárós-Stokkseyri

Þjórsárós-Stokkseyri, sunnudaginn (Konudaginn) 20. febrúar

Gengið frá Fljótshólum að Þjórsárósum vestur með ströndinni að Stokkseyri. Á leiðinni eru t.d. Knarrarósviti og rjómabúið á Baugstöðum en þar er minjasafn. Þjórsá er ein af vatnsmestu ám landsins og áhugavert að koma að ósum hennar.

(more…)

Comments Off on Þjórsárós-Stokkseyri

Þjórsárós-Stokkseyri

Við höfum ákveðið að draga fram mjúka manninn í okkur og fresta gönguferðinni sem fyrir huguð er á morgun laugardag frá Þjórsárósum að Stokkseyri vegna slæmra veðurspár. Það er nú…

Comments Off on Þjórsárós-Stokkseyri

Þjórsárós-Stokkseyri

Vegna óhagstæðrar veðurspár um  helgina, gæti sú stað komið upp að við yrðum að fresta gönguferðini frá Þjórsárósum að Stokkseyri. Fylgist með hér á vefnum, þegar nær dregur. Kveðja Ferðafélag…

Comments Off on Þjórsárós-Stokkseyri