Vetrardagur

Kveðjum veturinn með kvöldgöngu á Ingólfsfjallið

Um leið og félagið óskar ykkur gleðilegs sumars og þakkar fyrir góða þátttöku í gönguferðum vetrarins, höfum við ákveðið að vera með kvöldferð 24. apríl n.k.síðasta vetradag (frídagur daginn eftir).Von okkar er að sjá ykkur sem flest í þá göngu.
(more…)

Comments Off on Vetrardagur

Kistufell

Kistufell 21. apríl

     Ekið sem leið liggur upp Bláfjallaveginn en síðan beygt af honum til hægri inn á Hafnarfjarveginn (417). Honum fylgt þar til komið er að þeim stað fyrir neðan Grindarskörð, þar sem gangan hefst.

(more…)

Comments Off on Kistufell

Prufugrein

Þetta er bulltexti með prufugrein.  Ekki til byrtingar.

Comments Off on Prufugrein

Skálafell

Skálfell frá Þurá í Ölfusi 6. apríl

     Skálafell á Hellisheiði er fjall sem blasir við á vinstri hönd þegar ekið er vestur Hellisheiði. Það er eitt af þeim fjöllum sem láta lítið yfir sér en þegar komið er upp á það kemur útsýnið á óvart.

(more…)

Comments Off on Skálafell

Aðalfundur

Aðalfundur Ferðafélags Árnesinga verður í Karlakórsheimilinu, Eyravegi 67 á Selfossi þann 14. mars kl: 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Að loknum fundi um kl:21:00 verður ferðakynning frá Ultima Thule á gönguferðum erlendis.…

Comments Off on Aðalfundur

Ingolfsfjall 16.03.13

Ingólfsfjall 16. mars

     Í þessari lýsingu fyrir næstu gönguferð sem verður hringferð upp á fjallinu, um suður, austur, norður og vesturbrúnir, rifjum við upp helstu örnefni og kennileiti í og við fjallið.

(more…)

Comments Off on Ingolfsfjall 16.03.13

Stora Kongsfell-thrihnjúkar

Stóra-Kóngsfell og Þríhnjúkar 2. mars

 
 

Skömmu áður en við komum að skíðaskálanum í Bláfjöllum yfirgefum við bílinn við Eldborgina, en það er reglulega lagaður og mosavaxinn gígur vestan við veginn. Götuslóði liggur upp á gígbarminn og er sjálfsagt að ganga þangað upp. Gígurinn er reglulega lagaður, um 200 m í þvermál og um 30 m djúpur. Frá Eldborginni hafa runnið mikil hraun og munu lengstu hraunstraumarnir hafa runnið alla leið niður í Lækjarbotna. Eldborgin var friðlýst árið 1971.

(more…)

Comments Off on Stora Kongsfell-thrihnjúkar

Strandarkirkja – Haelisvík

Strandarkirkja – Hælisvík 16. febrúar

 

Við hefjum för okkar af hlaðinu hjá Strandarkirkju, en öldum saman hefur fólk heitið á hana í tengslum við alls konar erfiðleika í lífi þess og peningar streyma inn vegna áheita. Hún telst því auðugasta kirkja landsins og er vel viðhaldið af þeim sökum. Núverandi kirkja er frá 1888, og hefur verið endurvígð tvisvar vegna endurbóta.

(more…)

Comments Off on Strandarkirkja – Haelisvík

Þrasaborgir

Þrasaborgir 2. febrúar

Efst uppi á Lyngdalsheiði standa hólar nokkrir háir mjög og hallar heiðin út frá þeim á alla vegu. Hólar þessir heita Þrasaborgir, og er mælt að þeir, sem land áttu að heiðinni,

(more…)

Comments Off on Þrasaborgir

Mosfell

Mosfell 19. janúar

Mosfell í Grímsnesi er móbergsfjall sem er 254 m. hátt og er mjög auðvelt í uppgöngu, þetta er eitt af þeim fjöllum sem við eigum eftir að fara á, best að ljúka því svona í byrjun árs.Heppilegast er að ganga á fjallið frá kirkjustaðnum Mosfelli. Þar eru góð bílastæði og fyrir ofan kirkjuna er príla yfir girðinguna.

(more…)

Comments Off on Mosfell