Esjan
Esjan Laugardaginn 30. maí verður farin óhefðbundin leið á Esjuna en það verður þó ekki fyrr en nær dregur sem hægt verður að segja til um nákvæmlega hvaða leið verður…
Blikdalshringur 17.maí. Â Â Sjá frétt að ofan. Af ýmsum orsökum verður breyting á göngu helgarinnar. Í staðinn fyrir Tindfjöll tökum við Blikdalshringinn í Esjunni sunnudaginn 17. maí. Fararstjóri verður Hjalti…
Að venju kveðjum við veturinn með göngu á Ingólfsfjall að kvöldi síðasta vetrardags. Mæting við gryfjurnar við Suðurlandsveg kl 18:00 þaðan sem gengið verður af stað.Göngustjórar verða Olgeir Jónsson og Sævar Gunnarsson.…
Sveifluhálsinn 12. apríl Veðurspáin fyrir næsta laugardag er frekar ókræsileg. Ferðin á Sveifluhálsinn verður sunnudaginn 12. apríl. Með kveðju frá ferðanefnd Sveifluhálsinn liggur vestan við Kleifarvatn, er um 15 km…
Laugardaginn 28. mars ætlar Ferðafélag Árnesinga að ganga á Nyrðri og Syðri Eldborg og enda á að toppa Lambafellshnjúk . Upphafstaður göngunnar er mitt á milli Lambafells og Lambafellshnjúks…
Vörðufell
ATH! Vegna mjög slæms veðurútlits á laugardaginn (ekkert ferðaveður) hefur ferðanefnd ákveðið að færa gönguna yfir á sunnudagin 15. mars.
Laugardaginn 14. mars ætlum við að ganga á Vörðufell sem er allmikið fjall, um 7 km að lengd og 4 km þar sem það er breiðast. Það er bæði í Skeiðahrepp og Bláskógabyggð.
Strandganga Grindavík – Reykjanesviti 21. febrúar
Fullbókað er í þessa ferð
Gengið verður milli Grindavíkur og Reykjanesvita, sem var byggður á árunum 1907-1908, veður og vindátt munu ráða því í hvora áttina verður gengið. Þrátt fyrir að hækkun sé óveruleg og þetta sé láglendisganga er hún langt frá því að vera létt, því gengið er yfir úfið hraun og gróft fjörugrjót sem reynir mikið á hnjáliði og ökkla. Áætluð vegalengd er á bilinu 20-25 km. Göngutími: 7-8 klst. Munið skjólgóðan fatnað, gott nesti og nóg að drekka.
Skálafell á Hellisheiði
Gengin verður hefðibundin leið frá Smiðjulaut við Hellisheiðarveg, í átt að Hverahlíð og síðan upp öxlina norðaustan megin á Skálafellinu. Á toppnum (574 m y.s.) munum við horfa yfir Ölfusið fagra en á góðum degi er víðsýnt yfir sveitir Suðurlands og alla leið vestur á Reykjanes.