Jarlhettur

Jarlhettur 11. júlí

 

Í þessa ferð förum við með rútu og þeir sem ætla með þurfa að skrá sig með því að senda póst á ffarnesinga@gmail.com fyrir kl 12. fimmtudaginn 9. júlí. Það er ekki nóg að melda sig á Fésbókarviðburðinn – eina skráningin sem er gild er tölvupósturinn. Verð fyrir sæti í rútunni er 4000 kr sem greiðist í upphafi ferðar og vinsamlega mætið með rétta upphæð svo ekki þurfi að gefa til baka.

Fararstjóri verður Leifur Þorsteinsson sem er alvanur fararstjórn hjá FÍ. Hann mun alfarið sjá um leiðarval og stefnt er á að ganga á Stóru Jarlhettu og inn í Fagradal en ef snjóalög/færi í fjöllunum eða veður eru óhagstæð þá er hann með aðra leið til vara. Áætlaður göngutími 6-7 klst.jarlh

Brottför frá Samkaup (Horninu) Selfossi kl 8:00 og athugið það má gera ráð fyrir allt að 12 klst áður en komið er til baka á Selfoss aftur.

Í athugun er að stoppa á heimleiðinni og borða súpu (verð á henni verður u.þ.b. 2000 kr á mann) en við minnum á gott og orkumikið nesti, nóg að drekka og skjólgóðan fatnað meðferðis ásamt sólarvörninni ef þannig viðrar.

Við bendum ennfremur enn og aftur á að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að fararstjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

Með kveðju frá ferðanefnd.