Hengill
Hengill/ Vörðuskeggi um Skeggjadal 7. apríl
Hengillinn er svipmesta fjallið á Hellisheiðinni. Hæstur er hann að norðanvestanverðu þar sem heitir Skeggi eða Vörðu Skeggi (803m). Hengilssvæðið er gríðarlega skemmtilegt til göngu og hægt að velja um ótal leiðir sem eru ólíkar hvorri annarri og við allra hæfi, stuttar og langar. Fjallganga á Skeggja er kannski ekki auðveld, en skemmtileg og fjölbreytt ganga. Raunhækkun er rúmlega 400 metrar.