Goðasteinn

Goðasteinn 9. júní

Eyjafjallajökull minnti svo rækilega á sig árið 2010 að öll heimsbyggðin tók eftir. Við eldsumbrotin urðu talsverðar breytingar á landslagi í jöklinum sem forvitnilegt er að skoða og hér gefst færi á því. Gengið verður svokallaða Skerjaleið á jökulinn, upp hjá Grýtutindi sem er við Þórsmerkurleið.

Þegar upp á Litluheiði kemur verður stefnan tekin á Skerin sem er fyrrum gossprunga sem nú stendur upp úr jöklinum. Við ættum að sjá gosstöðvarnar í Eyjafjallajökli ofan af Goðasteini.

 

 

 

 

 

 

 

 

Útbúnaður:

Öryggisbelti
Bakpoki 30-45L
Vatns og vindheldur öndunarfatnaður, buxur og jakki
Góðir gönguskór sem styðja vel við ökla
Legghlífar
Síðerma bolur úr ull eða gerviefnum
Göngubuxur eða fleece buxur
Ullarsokkar / göngusokkar
Sólgleraugu og sólvörn (20 eða meira) 
Hlý peysa (ull eða fleece)
Auka peysa til að nota í pásum og á köldum dögum ,dún eða primaloftjakka.
Húfa og vettlingar
Nesti (2-4 samlokur og súkkulaði og/eða annað orkunasl)
Vatn (allt að 2- 3L)
Myndavél
Stillanlegir göngustafir

Matur og drykkur:

Á meðan á fjallgöngunni stendur er stoppað nokkrum sinnum í lengri og skemmri tíma til að nærast og drekka. Mjög gott er að hafa nesti sem samanstendur af sælgæti, t.d. súkkulaði, sem borða má í stuttum pásum og samlokum sem gefa langtíma orku og borða má í löngum pásum.
Hægt er að blanda ýmis konar orkudrykkjum út í vatn til að bæta upp steinefna- og orkuskort.
Best er að velja orkudrykki sem hafa mikið af steinefnum en ekki eingöngu kolvetni. Styrkur blöndunnar ætti að vera um ½ af því sem framleiðandi mælir með.
Vatnið ætti að bera þannig að hægt sé að ná í það á göngu svo ekki þurfi alltaf að taka af sér bakpokann til að drekka. Góður kolvetnaríkur morgunmatur hjálpar til (múslí, brauð, bananar) og ekki er verra að drekka mikið áður en lagt er af stað. Það er um að gera að drekka, drekka, drekka og drekka svo meira!

Fatnaður:
Að fara á Eyjafjallajökul tekur milli 8 og 10 tíma að jafnaði. Búast má við hitastigi á bilinu –5°C og upp í 20°C á hvaða tíma árs sem er. Besta leiðin til að vera undirbúinn fyrir þennan mikla hitamun er að klæða sig í lögum. Það er mjög mikilvægt að klæðast fatnaði næst húðinni sem ekki dregur í sig raka. Ull og ýmis gerviefni eru mjög góð.

Gengið er í öryggislínu eftir að komið er inn á jökulinn. Öryggisbelti er nauðsynlegt,hægt er að leigja þann búnað hjá okkur, (20 belti), mannbroddar(göngubroddar) ekki nauðsynlegir en gott að taka þá með.

Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 8:00, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla, verð fyrir sæti er 2500- kr, leiga á belti er 2000- kr.
Vegalengd um16 km.
Hækkun um 1400 m.
Göngutími 8-10 klst.

GPS til viðmmiðunar

Nauðsynlegat er að skrá sig í ferðina,email: ffarnesinga@gmail.com, eða GSM 8970769

Kveðja Ferðafélag Árnesinga