Litli og StóriMeitill

Litli og StóriMeitill 21. apríl

Ekið sem leið liggur upp í Þrengsli. Þegar komið er að LitllaMeitli, er beygt út af veginum til hægri inn á vegslóða þar sem gangan hefst.

 

Haldið er upp Meitilstagl sem gengur suður úr Litlameitli (465 m.y.s.) og er frekar róleg hækkun, rúmlega 200 metrar á 1,5 km. Af LitlaMeitli er svo gengið í sveig eftir hryggnum sem tengir Litlameitil við Stórameitil (514 m.y.s) og kallast það Milli Meitla. Er það um 130 metra lækkun frá Litlameitli og svo þarf að hækka sig aftur upp á Stórameitil er er það rétt innan við 200 metra róleg hækkun.
Stórimeitill á sér smá leyndarmál sem er um 500 metrar á lengd og 350 metrar á breidd. Er það geysistór gígur sem hefur orðið til við gos undir jökli, enda er Stórimeitill móbergsfjall sem hefur náð upp úr jöklinum. Hægt er að ganga í kringum gíginn, ef vilji er til þess. Niður gönguleiðin af Stórameitli er frekar brött, farið niður austurhlíðar hans og kemið niður skammt frá Nyrðri-Eldborg og er tilvalið að skoða hana. Síðan er haldið niður með Meitlunum að austanverðu og að þeim stað þar sem gangan hófst.
Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í ódýrri líkamsrækt og göngu í skemmtilegum félagsskap.

Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:30, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla, það er svo samkomulagsatriði á milli þeirra sem ferðast saman í bíl, hvernig þeir deila þeim kostnaði á milli sín.

Vegalengd: um 10 km

Göngutími: um 4 klst


GPS

 

Heimildir: Toppatrítll, mynd, Lárus SA

Með kveðju Ferðafélag Árnesinga