Kell, kell, Kerlingafjöll

Í Kerlingaföll í hvelli! Nú er komið að göngugleði júlímánaðar. Við slórum ekkert og ráðumst til atlögu strax fyrstu helgina, 3. – 4. júlí í Kerlingafjöllum. Fylgist með þegar nær dregur. Skoðið endilega síðuna kerlingafjoll.is og sjáið þar gistimöguleika og hugmyndir að gönguleiðum. Hugmyndin er að fólk mæti almennt á föstudagskvöld og fari til baka á sunnudag. Boðið verður upp á fleiri en eina gönguleið og að fólk komi saman á laugardagskvöldinu.
(more…)

Comments Off on Kell, kell, Kerlingafjöll

Tvær ferðir á Högnhöfða

Heldur betur hefur ræst úr göngugleðinni á Högnhöfða. Einn hópur lagði af stað í kvöld, en annar hópur ætlar að halda upphaflegri áætlun laugardagsins. Þeim sem vilja skella sé í…

Comments Off on Tvær ferðir á Högnhöfða

Kvöldferð á Högnhöfða

Í samræmi við undirtektir við fyrirhugaðri ferð á Högnhöfða á laugardag, hefur áætlun verið breytt. Farið verður í kvöld, föstudagskvöld 19. júni og lagt af stað frá Samkaul (Horninu) á…

Comments Off on Kvöldferð á Högnhöfða

Skráning fyrir Högnhöfða

Þeir sem ætla að mæta í Göngugleði á Högnhöfða laugardag 20. júní, eru vinsamlega beðnir að skrá sig með tölvupósti á netfangið ffarnesinga@gmail.com. Slíkt auðveldar skipulagningu ferðarinnar og undirbúning ferðaþjónustuaðila…

Comments Off on Skráning fyrir Högnhöfða

Myndasyrpur

Loksins eru myndasyrpur komnar inn á heimasíðuna. Þær má skoða undir liðnum Myndir, hér til vinstri. Ferðasögur og upplýsingar um fólk á myndum eru vel þegnar. Þær sendist á netfangið…

Comments Off on Myndasyrpur

Högnhöfði laugardaginn 20. júní

Þá er að búa sig undir göngugleði júnímánaðar. Nú verður komið saman í Úthlíð og notið þar þjónustu heimamanna. Þaðan verður ekið áleiðis að Högnhöfða og síðan gengið á höfðann. Ökuleið fær slyddujeppum. Snjór efst á gönguleiðinni og kannski einhver aurbleyta. En útsýnið og gönguleiðin er hverrar mínútu virði. Svo nú er að lesa meira …. og koma svo! 

(more…)

Comments Off on Högnhöfði laugardaginn 20. júní

Gönguræktin á miðvikudaginn

Minnum á gönguræktina á miðvikudag. Nú hittumst við á hefðbundnum stað við Samkaup (Hornið) kl 20:00 og tökum óhefðbundið sjónarhorn á bæinn okkar.

Comments Off on Gönguræktin á miðvikudaginn

Göngugleði á Geitafell um hvítasunnu

Gönguferð á Geitafell, sunnudaginn 31. maí
Eins og venjulega þegar við höldum í hann á sunnudegi þá er stefnumótsstaðurinn á bílastæðinu við Hornið kl. 09:30 stundvíslega, og þaðan verður ekið vestur Eyrabakkaveg um Þrengslaveg að Litla-Sandfelli.
(more…)

Comments Off on Göngugleði á Geitafell um hvítasunnu

Fjölskyldan á fjallið Mosfell 28. maí

HSK tekur þátt í verkefninu Fjölskyldan á fjallið eins og undanfarin ár og tilnefnir tvö fjöll á sambandssvæðinu.  HSK stendur fyrir göngu á Mosfell í Grímsnesi 28. maí nk. kl. 19:30.  Göngustjóri verður Hörður Óli Guðmundsson í Haga og gjaldkeri Umf. Hvatar.   
Mosfell í Grímsnesi er móbergsfjall sem er 254 m. hátt og er mjög auðvelt í uppgöngu.  Heppilegast er að ganga á fjallið frá kirkjustaðnum Mosfelli. Þar eru góð bílastæði og þá er þar príla yfir girðinguna fyrir ofan kirkjuna.

(more…)

Comments Off on Fjölskyldan á fjallið Mosfell 28. maí

Kvöldganga á Ingólfsfjall

Gönguræktin á miðvikudagskvöldum stefnir nú á Ingólfsfjall. Mæting er að þessu sinni við Þórustaðanámu kl 20:00. Lögð verður áhersla á að ganga með jöfnum og rólegum hraða upp fjallið, án…

Comments Off on Kvöldganga á Ingólfsfjall