Gosferð

Gosferð um páska.

Fyrirhuguð er ferð á gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi um páskana, fylgist með nánari fréttum um ferðina hér á vefnum.

Möguleikarnir eru tveir, upp frá Skógum og nú úr Þórsmörkinni eftir að opna var fyrir þann möguleika í dag, þriðjudag.

(more…)

Comments Off on Gosferð

Marardalur

Marardalur 20. mars

Undan farið höfum við verið austan Hellisheiðar en nú skulum við færa okkur
vestur yfir Heiðina og heimsækja Marardalinn, en það er sigdæld undir vesturbrún Skeggja,
en svo nefnist hæsti hluti Hengilsins. Dalurinn er luktur hömrum á alla vegu, en botn hans
er flatur og grasi gróinn, einn þeirra unaðsreita, sem er að finna í nágrenni höfuðborgarinnar.

(more…)

Comments Off on Marardalur

Hestfjall 27. mars 2010

Hestfjall 27. mars 2010 ATH. BREYTT DAGSETNING

Enn leggjum við í’ann, nú er áætlunin að fara á Hestfjallið eitt af þekktari fjöllum í Grímsnesinu.

Leið 1. Farið er framhjá Kiðabergi og inn á afleggjara sem liggur að gömlu eyðibýli undir austur hlíð fjallsins, við förum eitthvað áleiðis inn á þennan afleggjara, áætlaðir km. í göngu eru níu.

Leið 2. Gengið er á Hestfjall frá bænum Vatnsnesi en tún bæjarins nær nánast að fjallinu, áætlaðir km. í göngu eru ellefu.

Við ákveðum hvora leiðina við förum, þegar við leggjum af stað.

(more…)

Comments Off on Hestfjall 27. mars 2010

AÐALFUNDUR

 Aðalfundur Ferðafélags Árnesinga verður haldinn föstudagskvöldið 26. feb. n.k. kl: 20:00 í karlakórsheimilinu að Eyrarvegi 67 Selfossi.Eftir venjuleg aðalfundarstörf, kemur Þór Vigfússon á fundinn og flytur smá tölu um ferðamennsku…

Comments Off on AÐALFUNDUR

Fjöruganga 20. feb. 2010

Þorlákshöfn – Strandarkirkja

Eins og vanalega þegar við höldum í hann þá  hittust við á bílastæðinu við Samkaup(Hornið)  kl. 09:30 stundvíslega. Höldum þaðan akandi að Ráðhúsinu í Þorlákshöfn, þar mun Edda Pálsdóttir leiðsögumaður taka á móti okkur og leiða okkur um Þorlákshöfn í um 1/2 tíma göngu.

(more…)

Comments Off on Fjöruganga 20. feb. 2010

Útbúnaðarlisti

Þegar lagt er af stað í gönguferð þá skiptir útbúnaðurinn afar miklu máli. Taka þarf mið af hversu löng gangan skal vera en það eru samt sem áður alltaf ákveðin…

Comments Off on Útbúnaðarlisti

Glúfurá-Álútur-Botnfjall-Reykjafjall 6. feb.

Gljúfurá–Álútur–Botnafell–Reykjafjall

 

Eins og vanalega þegar við höldum í hann þá  hittust við á bílastæðinu við Samkaup(Hornið)  kl. 09:30 stundvíslega. Höldum þaðan akandi í átt að Hvergerði, en nokkuð austan við Hveragerði beygjum við upp afleggjarann sem liggur að Ölfusborgum. Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra að mæta. Góð byrjun á því að koma sér í æfingu fyrir aðrar ferðir okkar.

Við leggjum við af stað frá ÖLFUSBORGUM

Fyrst er gengið austur með hlíðunum HELLISFJALLS fram hjá EINBÚAGILI allt að GLJÚFURÁ.

(more…)

Comments Off on Glúfurá-Álútur-Botnfjall-Reykjafjall 6. feb.

Umhverfis Skarðsmýrarfjall 23. janúar

Umhverfis Skarðsmýrarfjall

Eins og vanalega þegar við höldum í hann þá  hittust við á bílastæðinu við Samkaup(Hornið)  kl. 09:30 stundvíslega. Höldum þaðan akandi upp á Hellisheiði og inn á  veginn sem liggur í átt að Skarðsmýrarfjallinu,rétt fyrir ofan við Hveradali. Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra að mæta.

(more…)

Comments Off on Umhverfis Skarðsmýrarfjall 23. janúar

Fyrsta ferð ársins

Gleðilegt nýtt ár!

Ferðafélag Árnesinga óskar félagsmönnum sínum og öðrum gleðilegs nýs árs og megi nýja árið verða heillaríkt og gott gönguár.

Nú er komið að fyrstu ferð ársins úr metnaðarfullri ferðaáælun okkar, ferðin verður nk. laugardag 9. janúar, og er á lítið og

(more…)

Comments Off on Fyrsta ferð ársins