Fjölskyldan á fjallið Mosfell 28. maí
HSK tekur þátt í verkefninu Fjölskyldan á fjallið eins og undanfarin ár og tilnefnir tvö fjöll á sambandssvæðinu. HSK stendur fyrir göngu á Mosfell í Grímsnesi 28. maí nk. kl. 19:30. Göngustjóri verður Hörður Óli Guðmundsson í Haga og gjaldkeri Umf. Hvatar.
Mosfell í Grímsnesi er móbergsfjall sem er 254 m. hátt og er mjög auðvelt í uppgöngu. Heppilegast er að ganga á fjallið frá kirkjustaðnum Mosfelli. Þar eru góð bílastæði og þá er þar príla yfir girðinguna fyrir ofan kirkjuna.