þakgil – Mælifell
Nú um komandi helgi verður síðasta ferð sumarsins. Farið verður í Þakgil og tekin dagsganga um nágrennið og upp á Mælifell. Þeir sem vilja mæta um kvöldið og fara í stutta kvöldgöngu. Aðal gönguferðin hefst hins vegar á laugardag, 15. ágúst, kl 11:00 og ætti það að gefa fólki kost á að koma akandi um morguninn. Grillað verður á eftir í boði félagsins.