Eyjafjallajökull
Eyjafjallajökull á laugardag Metþátttaka er í ferðina, hátt á 50 manns. Belti eru búin. Minnum á útbúnaðarlistana á ffar.is Viljum engan sjá í gallabuxum eða strigaskóm. Brottför frá Samkaup…
Eyjafjallajökull á laugardag Metþátttaka er í ferðina, hátt á 50 manns. Belti eru búin. Minnum á útbúnaðarlistana á ffar.is Viljum engan sjá í gallabuxum eða strigaskóm. Brottför frá Samkaup…
Eyjafjallajökull minnti svo rækilega á sig árið 2010 að öll heimsbyggðin tók eftir. Við eldsumbrotin urðu talsverðar breytingar á landslagi í jöklinum sem forvitnilegt er að skoða og hér gefst færi á því. Gengið verður svokallaða Skerjaleið á jökulinn, upp hjá Grýtutindi sem er við Þórsmerkurleið.
Gönguræktin bregður út af vananum. Þann 23. og 30 maí mun Siggeir Ingólfsson fara með okkur í "Söguferð um Þorpin" þ.e. Eyrarbakka og Stokkseyri. Miðvikudaginn 23. maí er mæting við Félagsheimilið…
Ásavegur nefnast miklar traðir sem liggja um þvera sveitina. Þetta er hin forna þjóðleið um Suðurland. Þarna lá leið uppsveitamanna, og þeirra sem komu austan að, um ferjustaðina hjá Króki í Holtum og hjá Egilsstöðum, niður að verslunarstaðnum Eyrarbakka.
Lambafell (546 m.y.s.) er fjallið með stóra malarnáminu í Þrengslunum. Við byrjum gönguna á Reykjaveginum, sem liggur allt frá Dyrdalnum vestur á Reykjanes, hann fer hér á mill Lambafellshnjúk og Lambafellsins. Eins og áður sagði förum við hér inn á hann og síðan upp öxlina á Lambafellinum,
Ekið sem leið liggur upp í Þrengsli. Þegar komið er að LitllaMeitli, er beygt út af veginum til hægri inn á vegslóða þar sem gangan hefst.
Kveðjum veturinn með kvöldgöngu á Ingólfsfjallið
Um leið og félagið óskar ykkur gleðilegs sumars og þakkar fyrir góða þátttöku í gönguferðum vetrarins, höfum við ákveðið að vera með kvöldferð 18. apríl n.k.síðasta vetradag (frídagur daginn eftir).Von okkar er að sjá ykkur sem flest í þá göngu.
Hengillinn er svipmesta fjallið á Hellisheiðinni. Hæstur er hann að norðanvestanverðu þar sem heitir Skeggi eða Vörðu Skeggi (803m). Hengilssvæðið er gríðarlega skemmtilegt til göngu og hægt að velja um ótal leiðir sem eru ólíkar hvorri annarri og við allra hæfi, stuttar og langar. Fjallganga á Skeggja er kannski ekki auðveld, en skemmtileg og fjölbreytt ganga. Raunhækkun er rúmlega 400 metrar.
Gangan hefst við Þórustaðanámuna, höldum síðan vestur með fjallinum framhjá Silfurberginu sem skagar útúr vesturhorni fjallsins, þar upp af er Arnarnípan vinsæll staður Hrafna. Héðan liggur leið okkar undir vestur hlíðum fjallsins, með Hólstaðagilið á hægri hönd, gegnum Strórgrýtið, upp Lyngbrekkurnar með Kaldbak (311 m.y.s) fyrir norðan okkur.
Aðalfundur Ferðafélags Árnesinga verður haldinn föstudagskvöldið 9 mars. n.k. kl: 20:00 í karlakórsheimilinu að Eyrarvegi 67 Selfossi. Að loknum aðalfundi um kl: 21:00 kemur Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson á fundinn og…