Þórsmörk

Síðsumarsferð  í Þórsmörk 8. – 9. sept.


Brottför á laugardegi kl. 09.00, frá Samkaupum Tryggvagötu 40 Selfossi, farið verður á rútu. Áætluð heimför á sunnudegi um kl:14:00.

Náttúran og gróðurinn skartar sínu fegursta í Þórsmörk á þessum tíma og dulúðlegir og mildir haustlitir hafa dreymandi áhrif á ferðafélaga.(F.Í)
Gönguferðir við allra hæfi.
Nesti til ferðarinnar utan kvöldverðar á laugardegi
Gjald fyrir félagsmenn kr. 6.000 / ófélagsb. 7.500-, greiðist inná reikn. 1169-26 1580, kt:430409-1580. Sendið staðfestingu á greiddu gjaldi á netfangið ffarnesinga@gmail.com, hætt að taka við skráningu miðvikudaginn 5. september.
Innifalið: Rúta, gisting inní skála eða í tjaldi sem vilja það heldur,grillveisla(læri með öllu), kvöldvaka með gítarspili og söng, heitt á könnunni.
Kveðja Ferðafélag Árnesinga