Fimmvörðuháls 22. júní
Fimmvörðuháls er ein af vinsælustu gönguleiðum landsins.
Vegalengd 22. km
Áætlaður göngutími 9 – 10 klst.
Lóðrétt hækkun 1000 metrar
Farið verður með rútu frá FSU kl. 6.00 að morgni 22. júní og farið að Skógum þar sem gangan hefst.
Verðum sótt í Þórsmörk kl. 18.00
Hægt er að geyma farangur í rútunni yfir daginn .
Greiða þarf fyrir farið. Félagsmenn í FFÁR greiða 5.000- kr og aðrir 10.000- kr.
Reikningur 0189-26-001580, kt:430409-1580 og senda kvittun í SMS 8682553
Göngustjórar eru ú hópi FFÁR: Kristján Snær Karlsson, Sævar Gunnarsson, Kristjörg Bjarnadóttir og Olgeir Jónsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þótt göngustjóri sé með í för.
Félagið hvetur fólk til að vera með ferða og slysatrygginu á ferðum sínum.
Sjá nánar hér að neðan.