Galtafell 18. janúar

Galtafell er eitt af þessum lágu fjöllum sem þægilegt getur verið að ganga á. Það stendur sér og því er útsýni til allra átta. Heildarhækkun er nær 300 metrum og vegalengd 10 km kannski + – smá. Áætlaður göngutími 3 – 4 klst. Upphafsstaður göngu er nálægt Hrunalaug.Galtafell
Lagt verður af stað frá FSU kl. 9.00 og sameinast þar í bíla.
500 kr fyrir þá sem fá far með öðrum.
Upphaf göngu ca. kl. 10.00
Göngustjóri á vegum FFÁR

ATH. Breyting getur orðið á tímasettningu ef veðurspá er slæm. Fylgist með í ummælum.

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefnd