Vörðufell 9. okt. 2010

Vörðufell (391m) stendur stakt sunnan og austan Hvítár hjá Iðu og skammt frá Skálholti. Það er þríhyrningslaga og er bæði í Biskupstungum og á Skeiðum. Uppi á fjallinu er lítið stöðuvatn, Úlfsvatn, sem reynt var að sleppa í silungi en án árangurs. Afrennsli þess er um hrikalegt klettagil, sem heitir Úlfsgil, það er sú leið sem við ætlum að fara á fjallið. Fjallið er úr móbergi og grágrýti og hvassasta horn þess er nyrzt. Það stendur á jarðskjálftabeltinu milli Heklu og Ölfuss og hefur vafalaust tekið breytinum í hvert skipti, sem jarðskjálftaskeið hafa riðið yfir.


Til er saga um ungan mann, sem gerði sér flugham úr fuglafjöðrum og tókst að svífa úr hlíðum fjallsins yfir að Skálholti, þar sem þáverandi biskup sá ástæðu til að banna honum frekari tilraunir á þessu sviði, þar sem mönnum væri ekki ætlað að fljúga. Útsýnið ofan af Vörðufelli er afbragðsgott á góðum degi og sífellt fleiri leggja leið sína þangað.


Vörðufell. Við fórum inn gilið vinstra megin á myndinni,

Úlfsgil.









Vegalengd: um 10 km
Göngutími: um 3 klst
Byrjunarhæð: 60. m
Mestahæð: 391. m
GPS
Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í göngu í skemmtilegum félagsskap.
Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:00, stundvíslega. Þar sem safnast verður saman í bíla.
Heimild:
veraldarvefurinn og könnun á vettvangi.

Með kveðju Ferðafélag Árnesinga