Vík í Mýrdal 23. júlí

Að þessu sinni ætlum við að heimsækja félaga okkar í Ferðafélaginu í Vík í Mýrdal. Gönguleiðin verður valin af þeim félögum og skýrist þegar nær dregur. 
Frekari upplýsingar koma síðar.
vik i myrdalMæting er að venju við „Hornið“ (Samkaup) á Selfossi kl. 08:00, sameinast þar í bíla og ekið austur í Vík. Stefnt er að því að vera þar á planinu hjá Arion banka kl. 11:00.

Reikna má með 4 – 5 tímum á göngu.
Munið eldsneytispening 2000 kr fyrir þá sem fá far með öðrum.

Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka því að sjálfsögðu verður tekin nestispása. Í vetrarferðum mælum við eindregið með því að fólk hafi göngubrodda meðferðis.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

Með kveðju frá ferðanefnd