Vestmannaeyjar 6. maí

Vestmannaeyjar hafa upp á markt að bjóða. Stefnt er á að ganga á Heimaklett og þaðan yfir á eggjarnar. Farið niður á Stafsnes og þaðan niður í Herjólfsdal. Kíkt verður í Kaplagjótu. Vegalengdin er um 10 km. Þægilegur göngudagur.
Farið verður með Herjólfi kl. 8.15 úr Landeyjahöfn og komið til baka með ferð kl. 19.30341666599 531024462534661 6492885136126210289 n
Farið frá FSU Selfossi kl. 7.00
Stefnum á að borða saman kl. 16.30
ATH. Ferðinn gæti verið færð yfir á sunnudag eftir veðurspá.
Búið er að taka frá fyrir okkur 15 miða með Herjólfi.
Félaga í FFÁR og gest. Bóka þarf sig og greiða miða fyrir 1. maí. Miðar fást ekki enurgreiddir nema að 75 % og þarf að tilkynna forföll með tölvupósti.
Farið kostar 4.400 kr og þarf að greiða það á reikning félagsins kt. 430409-1580 banki 0189-26-1580 Enginn telst skráður í ferðina fyrr en hefur verið greitt og kvittun send á netfang ffarnesinga@gmail.com
Möguleiki að bæta fleirum við en verða þá að sjá sjálfir um miða en verða að láta vita af sér.
Göngustjórar eru Olgeir Jónsson og Kristín Sigursteinsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin