Umhverfis Högnhöfða 12. ágúst

Laugardaginn 12 ágúst ætlum við að ganga um Brúarárskörð og umhverfis fjallið Högnhöfða í Bláskógarbyggð.
Gangan er alls 17 km , 300 metra hækkun og alls ca 7 klst.
Þetta er frekar létt ganga og við ætlum að njóta en ekki þjóta.hognhofdi
Þar sem þetta er frekar löng ganga skulum við vera vel nestuð og reikna með 2 nestis stoppum.
Við leggjum af stað frá Fjölbrautarskólanum á Selfossi kl 09:00 og keyrum sem leið liggur upp í Úthlíð i Bláskógarbyggð sameinumst þar í jeppa og jepplinga og leggjum af stað inn eftir kl 10:00.
ATH að það er eingöngu fært fyrir jepplinga og stærri bíla inn að Brúarárskörðum.
Göngustjóri verður Sigrún Jónsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin