Trana 10. maí

Trana blasir við okkur af Móskarðhnjúkum og Skálafelli
Hittumst við FSU kl 09.00 keyrum Þingvallaleið um Kjósaskarð að upphafsstað. Gangan hefst kl 10.00 frá gámasvæði sem er við sumarhúsabyggð við Svínadalinn í Kjós. Hækkun um 650 m og vegalengd ca. 10 km.
Sjá upphafsstað á myndinni sem fylgir með.
Ferð gæti frestast ef veður verður ekki gott.
Göngustjóra setja það þá inn í umræðu og við uppfærum viðburð.
Göngustjórar Stefán Bjarnarson og Olgeir Jónsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin