Þröngubásar 24.júní

Þröngubásar
Gott að lesa allan textan.
Þröngubásar eru hluti af gljúfrum Þjórsár fyrir innan Sultartangalón. Ekki fjölfarin gönguleið nema helst smalar á haustin. Eru þar miklar náttúrsmíðar, katlar og drangar í berginu. Ágætt að gefa sér tíma þar til að njóta. Þetta er 4 -5 tíma ganga allt að 15 km. Ekki er mikil hækkun og gönguland nokkuð þægilegt.347271822 10159640680995838 2526419991370423808 n
Hittumst við FSU Selfossi sameinumst í bíla og förum kl. 8.00
Góður vegur alla leið.
Ekið er upp Þjórsárdal og hittum göngustjóran við brúna yfir Tungnaá og höldum yfir Búðarháls að upphafs stað göngu.
Gangan hefst um kl. 9.30
Göngustjóri Sævar Jónsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin