Þórsmerkurferð 23-24 september

Mæting við Samkaup á Selfossi laugardagsmorguninn 23. september þar sem sameinast verður í bíla (brottför kl 9:00) og ekið á Hvolsvöll, þar bíður rúta sem ekur okkur inn í Langadal. Æskilegt er að þeir sem fá far með öðrum á Hvolsvöll greiði 1000. kr fyrir sætið.
 Gist verður í Skagfjörðsskála, við höfum takmarkaðan fjölda gistiplássa eða 30. kojupláss, en nú þegar eru fá pláss óbókuð (það verða fleiri í skálanum en við) þannig að ef fleiri vilja með en komast í skálann er möguleiki að tjalda.Þórsmörkin

Gönguferðir verða báða dagana. Ólafur Auðunsson þekkir Þórsmerkursvæðið mjög vel og verður göngustjóri. Nóg er af fallegum gönguleiðum á svæðinu, t.d. á laugardeginum er áætlað að fara Tindfjallahringinn gengið er rólega, á sunnudeginum eftir morgunmat kl:10:00 er áætlað að fara á Valahnjúk eða í Gluggahelli, en allt mun þetta fara eftir veðri hvert verður farið.

Sameiginlegur kvöldmatur verður á laugardagskvöldinu; grillað lambakjöt og eitthvað gott með því. Annan mat þarf fólk að hafa með sér og sömuleiðis alla drykki.

Eins og áður verður gítar með í för en allar skemmtilegar uppákomur eru vel þegnar.

Það er með þessa ferð eins og aðrar á vegum FFÁR að kostnaði er stillt mjög í hóf, verð er 5.000- kr fyrir félagsmenn í Ferðafélagi Árnesinga, en kr. 10.000- utan félags, innifalið í verði er rútuferð, gisting og matur á laugardagskvöldinu.

Náttúran og gróðurinn skartar sínu fegursta í Þórsmörk á þessum tíma og dulúðlegir og mildir haustlitir hafa dreymandi áhrif á ferðafélaga.

Þátttakendur þurfa að skrá sig í þessa ferð í síðasta lagi kl:12:00 fimmtudaginn 21. september, með því að greiða inn á reikning Ferðafélagsins  kt:430409-1580, reikn189-26-1580.

Með góðri kveðju Ferðafélag Árnesinga.