Svörtubjörg Selvogi 20. janúar

Svörtubjörg Selvogi 20. janúar

Við leggjum í gönguna frá Selvogsrétt á Réttartanga sem er austan við Hlíðarvatnið í Selvogi, farið er um svokallaða Flatarhóla og upp á Svörtubjörg þar eftir brúninni að Eiríksvörður, en hana er Eiríkur prestur í Vogsósum sagður hafa látið hlaða 1710 og mælt síðan svo fyrir um að á meðan varðan stæði væri Selvogur hólpinn fyrir Tyrkjanum. Héðan höldum við austur af og að fjárrétt númer 2 og síðan með stefnu á Einbúa og Vörðufellið en á því eru margar vörður sem voru reistar í sama tilgangi og Eiríksvarðan. Hér er fjárrétt númer 3.(þetta er orðið eins og réttardagur), höldum við héðan um Strandarhæð að Strandarhelli og að upphafsstað göngunnar.GPS

Um er að ræða óverulega hækkun og lengd göngu er um 12 km og göngutími um 4.klst fer eftir veðri og færð.
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.09:00. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr.1.000,-

 GPS til viðmiðunnar, handgerð slóð

Göngustjóri Björg Halldórssdótir

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin.