Strandganga númer níu

Gangan hefst í Sandgerði ( eða Keflavík ). Gengið er eftir fjölbreyttu landi eins og fjörur landsins bjóða uppá. Fjöldi eyðibýla er þarna nálægt ströndinni og minjar um forna útgerð. Vegalengd um 19. km, göngutími um 5 – 6. klst
Þetta er níunda strandganga félagsins, búið er að ganga frá Þjórsárósum og endum núna í Keflavík.strandg
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.08:00. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr 1.500, ekið verður í Keflavík , um 1 klst og 30 mín. eða í Sandgerði 1 klst og 40 mín., veljum þá leið sem er hagstæðari með tilliti til veðurs.
Rúta mun taka okkur um morguninn á endastöð göngunar þar sem við geymum bílana. Greiða þarf sérstaklega fyrir þann akstur.
Fast verð er á bílnum og fer aðeins eftir farþegafjölda. 1.000 – 1.500 kr MUNAÐ AÐ HAFA MEÐ SÉR PENINGA. Þeir sem ætla að koma eru endilega beðnir um að merkja sig í Going á viðburðinum svo við höfum ca. tölu fyrir stærð á bíl. Nóg að vita á föstudeginum 22. feb.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Göngustjóri Björg Halldórsdóttir
Með göngukveðju ferðanefndin.