Strandganga 15. mars

ATH að fylgjast með viðburði ef það verður breyting á dögum.
Við höldum áfram að fikra okkur eftir strandlengjunni.
Í ár verður gengið frá Kársnesi út í Örfirisey. Gengið verður að lang mestu leyti eftir göngustígum (sumstaðar eru þeir laskaðir eftir nýafstaðið óveður). Eftir gönguna er upplagt að fá sér hressingu á Kaffivagninum. Áætluð vegalengd er á bilinu 18 – 22 km, en engin hækkun.
Við hittumst við FSU kl. 8:00 og sameinumst í bíla, keyrum til Reykjavíkur og leggjum bílunum úti í Örfirisey
(nánari staðsetning kemur síðar).
Þaðan mun rúta keyra okkur að upphafsstað göngunnar, væntanlega kl. 9:15.
Ekki þarf að greiða fyrir rútufarið, það er í boði félagsins.
Þátttakendur þurfa að merkja mætingu á facebook ekki seinna en fyrir kl. 18:00 fimmtudaginn 13. mars.
Göngustjóri verður Hulda Svandís Hjaltadóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin