Stóri Hrútur 25. mars

Stóri Hrútur á Reykjanesi, 
Upphaf göngu er rétt ofan við Ísólfsskála (við Suðurstrandarveg, nr. 427). Gönguleiðin liggur um mólendi, mela og upp grjóturð. Víðsýnt er af fjallinu yfir Reykjanesið, á góðum degi. Reikna má með um 250 m hækkun, en fjallið er 353 m hátt. 

hrutur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Brottför frá Samkaup (Horninu) á Selfossi kl. 9:00. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr. 1.000,-. Reikna má með að það taka u.þ.b. 45 mín. að keyra þaðan að Ísólfsskála.
Öruggara er að hafa góða göngubrodda meðferðis.

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hhvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.

Göngustjóri verður Björg Halldórsdóttir

Með kveðju ferðanefndin