Sindri í Tindfjöllum 30. júní

Í Tindfjöllum rísa margir tindar og eru Ýmir og Ýma þeirra hæstir. Fleiri tindar eru þó áhugaverðir og í þessari ferð verður gengið á gíginn Sindra og jafnvel á Ásgrindur. Í góðu veðri er stórkostlegt útsýni þaðan yfir Þórsmörk og Fjallabak allt til Hrafntinnuskers og Háskerðings. Einnig blasir Suðurland við og Hekla virðist næstum innan seilingar. Athugum svo í bakaleiðini hvort við förum yfir Vestriöxl (rauða trakið).
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.08:00. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr.2.000,-. Ekið sem leið liggur inn í Flótshlíð, upp og innfyrir Einhyrning.33399984 10214745491929510 4842575634829934592 o
Reiknað má með að það taka u.þ.b. 1 ½ -2. klst. að keyra að upphafsstaða göngunnar frá Selfossi.
Vegalengd: um 18. km
Göngutími: um 7.klst
Byrjunarhæð: 530m
Mestahæð: 1280

 

Göngustjóri verður Daði Garðarsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin