Síðasti vetrardagur

Síðasta vertardag hefur myndast sú hefð að fara á Ingólfsfjall. Þá er gjarnan farin óhefðbundi leið. Nú er það Ingólfsfjall eftir endilögnu. Gengið verður af stað hjá Litla Hálsi í Grafningi og komið niður hjá námunni. Vegalengdin er um 8.5 km og heildarhækkun tæpir 500 m. Göngutími 3,5 til 4 klst. Nauðsynlegt er að vera vel búinn með gott nesti. Það kólnar hratt á kvöldin. Öruggara að hafa með sér höfuðljós á leið niður í lok göngu.
Lagt verður af stað frá Þórustaðnámunni kl 17.30 Rúta ferjar hópinn upp í Grafning.ingólfs
ATH. tímasetninguna.
Gott að merkja sig á viðburðinn þeir sem ætla að fara vegna fjölda í rútu.
Göngustjóri er Sævar Gunnarsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin