Reykjafjall – Álútur – Tindar 24. mars

Gangan hefst við Ölfusborgir. Leiðin liggur svo um Reykjafjallið, Botnahnúk, Hvammsskarð og á Álút, þaðan niður í Álútsbotna, síðan um Fjárskjólshnjúk, Sauðártind og þaðan að upphafsstað göngunnar við Ölfusborgir.
Vegalengd 13 km, hækkun 400 m, göngutími 4. klst
reykjafjall

Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í ódýrri líkamsrækt og göngu í skemmtilegum félagsskap

Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.09:00. Þar verður sameinast í bíla og ekið að Ölfusborgum.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Göngustjóri Bergur Guðmundsson
Með göngukveðju ferðanefndin.