Rauðfossafjöll – Krakatindur 21. júlí.

Rauðfossfjöll er áberandi fjallaklassi, dökkleitur, gróðurvana, brattur og hár (hæstu tindar sem hér segir: 1207 m., 1176 m, 1160 m, 1092 m og 1020 m.y.s.). 
Rauðfossakvíslin uppspretta kvíslarinnar er í hlíðum Rauðfossafjalla steypist niður á Fitjarnar í Rauðfossi (Rauðfossum), u.þ.b. 60 m. háum. Breiðir úr sér um rauðleitar klappirnar í fallinu. Blasir við af Dómadalsleið en auðvelt er að missa af honum, þegar miklar fannir eru við hann. Þá er hann svo samlitur þeim. 

raudfossfjoll
Þó risafjöllin Hekla og Rauðfossafjöll séu sitthvoru megin við Krakatind með sína 1025 m.y.s, þá er hann áberandi þar sem hann rís stakur og tindóttur upp úr hraunbreiðunum. Jeppaslóði sem tengir saman Dómadalsleið og Fjallabaksleið syðri liggur meðfram tindinum. 
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.08:00. Ökum sem leið liggur upp Landsveitina og beygjum inn á veg F225 Landmannaleið (Dómadalsleið) og að upphafsstað göngunnar við Rauðufossa, tekur okkar svona 1 ½ klst. Fyrir þá sem nýta sér sæti hjá öðrum, er gjaldið kr.2.500- .
Gengið um mela, hraun og sanda
Vegalengd um 22 km 
Uppsöfnuðhækkun um 1300m 
Göngutími áætlaður 8. klst
Göngustjóri Daði Garðarsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin