Móskarðshnjúkar 03.09.2016

Móskarðshnjúkar 03.09.2016

        Ekið er frá Reykjavík upp Mosfellsdal, beygt er til vinstri efst í dalnum þar sem er skilti merkt Hrafnhólar. Eftir að komið er framhjá Hrafnhólum er ekið eftir malarslóð að gamalli sumarhúsabyggð. Hér endar slóðin við Skarðsá en yfir hana er göngubrú.
Héðan er gengið upp móann til hægri og upp á Þverfellið, hægra megin við Gráhnjúk. Eftir Þverfellið er gengið að vestari hnjúknum en þar tekur við greinileg gönguslóð sem rétt er að fylgja. Liggur slóðin í austur utan í vestari hnjúknum og í skarðið milli hnjúkanna. Úr skarðinu er greiðfær leið upp á vestari hnjúkinn sem er hærri eða 807 m.y.s. Síðan er tilvalið að ganga á vestari hnjúkinn sem er 787 metra hár. Þaðan má síðan ganga niður vestan megin og að Laufskörðum.

móskarð

GPS til viðmiðunnar
Mæting er að við „Hornið“ (Samkaup) á Selfossi kl. 09:00 og sameinast þar í bíla.
Áætlað er að leggja af stað í gönguna um kl. 10:30.
Reikna má með að vegalengdin sé 9 km. og um 4 tímar í göngu, heildarhækkun um 700 metrar. 
Munið eldsneytispening 2000 kr fyrir þá sem fá far með öðrum.
Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka því að sjálfsögðu verður tekin nestispása. 
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

Með kveðju frá ferðanefnd