Milli hrauns og hlíðar, Blákollur – Eldborgir 28. janúar

Blákollur er eitt af fjöllunum sem fáir taka eftir á leið sinni eftir Suðurlandsveginum, þetta fjall sem rís 532 m.y.s. er ekki mjög erfitt uppgöngu. Gengið er á það eftir hrygg sem gengur út úr því að NA-verðu.

Þegar upp er komið blasir við okkur ágætis útsýnis eins og til Vestmannaeyja og næst okkur Lambafell, Lambafellshnúkur, Vífilsfell og ýmis fjöll inn til landsins. Síðan liggur leiðin niður á við og stefnt á Syðri Eldborg þar sem við höldum okkur á milli hrauns og hlíðar. Okkur á hægri hönd höfum við t.d. Sauðadalahnúka og Ólafsskarðshnúka. Þegar við höfum skoðað Elborgina höldumvið til baka og stefnum á Nyðri Eldborgina, hraunið sem við göngum nú yfir rann úr Eldborgunum árið 1000 og er kallað Kristnitökuhraun

Blákollur

Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í ódýrri líkamsrækt og göngu í skemmtilegum félagsskap.Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:30, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla.Þau sem koma austan frá, aka niður að Litlu-Kaffistofunni og síðan upp eftir, ath á hinni akgreininni.Keyrt er af veginum þar sem skiltið frá Umferðarráði er rétt fyrir ofan Litlu Kaffistofuna, síðan er gengið yfir hraunið í átt að Blákolli.

 Vegalengd: um 12 km

Göngutími: um 4 klst

 Heimildir: Ferlir og alnetið

Með kveðju Ferðafélag Árnesinga