Lýðheilsu göngur 2019

Við í Ferðafélagi Árnesinga ætlum að vera þátttakendur eins og fyrri ár.
Dagskráin er svona.
Miðvikudaginn 4. sept. Þrastarskógur
Miðvikudaginn 11. sept. Fuglafriðland við Eyrabakka
Miðvikudaginn 18. sept. Hellisskógur við Selfoss
Miðvikudaginn 25. sept. Silfurberg og Kögunarhóll
Lagt er af stað í göngurnar kl. 18.00 frá FSU ( Fjölbrautarskóla Suðurlands )
Sameinast í bíla og keyrt á upphafsstað göngu.
Göngutími 60. – 90 mín.
Góð leið til að koma sér af stað í göngur. Verið velkomin.

Göngustjórar eru félagar í Ferðafélagi Árnesinga