Litli Meitill

Litli Meitill og Eldborgir 21.nóv.

Næsta ganga er á Litla Meitil (467m) og Eldborgirnar tvær í nágrenni hans. Gangan hefst við Meitilstaglið, þar sem lagt verður á brattann. Þó er hækkunin ekki meiri en 200 – 300 m. Af toppi Litla Meitils er nokkuð víðsýnt og vel sést hvernig hraunið rann þar fyrir 2000 árum. Eftir að hæsta tindi er náð verður haldið áfram eftir hálsinum sem liggur á milli Litla og Stóra Meitils, sem kallast milli Meitla. Við beygjum síðan af hálsinum til austurs og göngum á Eldborgirnar báðar. Þaðan fylgjum við hraunfarveginum inn á grasi gróna Meitilsflötina. Að lokum fylgjum við vegaslóða að upphafspunkti. 

Áætluð vegalengd er 6 -7 km og göngutíminn ca. 3 tímar.

Göngustjóri í þessari ferð verður Hulda Svandís Hjaltadóttir.

Að venju verður safnast saman í bíla við Samkaup/Hornið á Selfossi, kl. 9:00. Munið eldsneytispening 1000 kr fyrir þá sem fá far með öðrum.

Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka því að sjálfsögðu verður tekin nestispása. 
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

Með kveðju frá ferðanefnd.