Lambafell 18.nóvember

Nú verður stefnan tekin á Lambafell og Lambafellshnúk (rétt við málarnámurnar inni í Þrengslum). Fjallið er 546 m yfir sjávarmáli. Verði veðurguðirnir okkur hliðhollir má sjá vítt og breytt, af toppi fjallsins.
Gangan hefst við skarðið milli Lambafells og Lambafellshnúks. Þangað liggur vegarslóði sem ætti að vera fær öllum bílum, við enda hans er ágætis bílastæði.
Genginn verður hálfhringur umhverfis Lambafellshnúkinn, upp á hann vestan til og niður í skarðið. Þarna er nokkuð bratt á köflum. Þaðan göngum við meðfram Lambafellinu vestanverðu, upp Lambafellshálsinn og þaðan á toppinn.
Væntanlega mun okkur dveljast lengi á toppnum við að dáðst að fallega Ölfusinu sem og fádæma veðurblíðunni …
Förum frá FSU Selfossi kl. 9.00
Áætlaður göngutími er um 5 tímar. Það fer reyndar eftir fjölda nestisstunda og öðrum duttlungum göngustjórans.
Göngustjóri Hulda Svandís Hjaltadóttir
Rétt er að minna fólk á, að nú er kominn tími á að hafa brodda með í bakpokanum.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin