Kyllis og Súlufell

 Göngugleðin lagði í hann á fyrir huguðum tíma frá Selfossi sl. sunnudag, ekki leit þetta vel út um morguninn, svarta þoka til fjalla, en allir eiga nú til dags góðan fatnað og tölum nú ekki um GPS-ið, svo okkur var nú ekkert að vanbúnaði.

 Ekið var upp á Hellisheiði og beygt út af við Ölkelduafleggjarann rétt ofan við Kambana, síðan inn að borholu við Ökelduháls, þar sem 8 félagar lögðu af stað. Eins og sést á myndum sem fylgja þessari frétt þá rætist úr veðrinu og allir nutu þess að vera á fjöllum.

 Myndasafn