Kvígindisfell 12. september

Sæl veriði !
Ætlum að taka þátt í auglýstri ferð FÍ nú á laugardag. Mæting hjá Samkaup á  kl: 10:40 á laugardagsmorgun, þar sem safnast verður saman í bíla. Sjá nánar eftirfarandi lýsingu FÍ.

 
 
 
Fjallganga á Kvígindsfell 12. september

Ferðafélagið efnir til göngu á Kvígindisfell (783 m) laugardaginn 12. september. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 10.30. Kvígindisfell er á mörkum Árnessýslu og Borgarfjarðarsýslu, nálægt Uxahryggjaleið, um klukkustundar akstur frá Reykjavík. Mjög víðsýnt er af fjallinu, en til þessa hefur ekki verið ýkja tíðförult á það. Fyrir þremur árum lauk Ferðafélagið stikun gönguleiðar á Kvígindisfell, og fyrir göngudaginn setur félagið upp upplýsingaskilti um fjallið og útsýni af því við uppgöngustað í Víðikerum (rétt hjá eldri Uxahryggjavegi sem í framtíðinni verður haldið opnum að uppgöngustaðnum norðan frá, þ.e. frá vegamótum Uxahryggjavegar og Kaldadalsvegar). Ganga á Kvígindisfell telst fremur létt. Hækkun frá uppgöngustað er 443 m.

Bent skal á lýsingu á gönguleiðinni á Kvígindisfell (ásamt korti af leiðinni) í riti Leifs Þorsteinssonar, Gönguleiðir upp úr botni Hvalfjarðar (s. 49), sem gefið var út 2007 í ritröðinni Fræðslurit Ferðafélags Íslands (rit nr. 14).

Fararstjóri í ferðinni er Ingi Sigurðsson, farið er á einkabílum og er sameinast í bíla við brottför. 
Mæting er í Mörkina 6. kl. 10.30 á laugardagsmorgun.

Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.

 


Ferðafélag Árnesinga
www.ffar.is