Kristinartindar

Kristínartindar 20. júlí

 Frá Skaftafellsstofu er gengið meðfram tjaldsvæði og beygt upp í hæðina þar sem heitir Austurbrekkur. Þaðan liggur leiðin áfram ofan Gömlutúna og farið er yfir Eystragil á göngubrú. Áfram er haldið framhjá Hundafossi og enn ofar er komið að Magnúsarfossi.

Gengið er yfir á göngubrú fyrir ofan Magnúsarfoss og þaðan fylgt göngustíg að Sjónarskeri. Frá Sjónarskeri er gengið áfram upp upp fyrir Skerhól og þaðan á Nyrðrihnauka og í Gimludal.Sudursv Skaftafell Medium Þar er beygt til vinstri á gatnamótum og gengið upp brattan sneiðing sem liggur þvert um skriðu þar til komið er í skarð á milli tindanna. Þaðan er svo stutt en mjög brött skriða sem þar að klöngrast upp til að ná toppnum. Af toppnum er sama leið farin til baka í skarðið og svo áfram í fjallshlíðinni vestanverðri þar til komið er að Glámu. Þaðan liggur leið að Sjónarnípu og um Austurbrekkur að Skaftafellsstofu.

Vegalengd: 17,9 km Göngutími: 6 – 8 klst. Hámarkshæð:1126 metrar Byrjunarhæð: 100 metrar.

Erfiðleikastuðull gönguleiðar: 3(erfið)

GPS til viðmiðunar

Nauðsynlegat er að skrá sig í ferðina,email: ffarnesinga@gmail.com, skráningu líkur miðvikudaginn 10. júlí. Greiða inná reikn. 1169-26-1580, kennitala 430409-1580, verð 4000- kr. eða 2000- kr. fyrir þá sem koma á eigin vegum. Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 8:00, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í rútu. Akstur frá Selfossi í Skaftafell tekur um 3. klst. Hægt er að geyma tösku með aukafötum og nestisbita í rútunni.

Heimild: Vatnajökulsþjóðgarður

Kveðja Ferðafélag Árnesinga