Keilir og Lambafellsgjá

Keilir og Lambafellsgjá 24. okt.

bleika slaufan

Laugardaginn 24.október göngum við á Keili á Reykjanesi og síðan skoðum við og göngum í gegnum Lambafellsgjá. Keilir er úr kubbabergi og móbergi og 378 m yfir sjó . Gróft hraun í fyrstu en síðan góður slóði alla leið upp á topp.
Þegar við höfum toppað Keili förum í bílana og keyrum smá spöl að Vestra- Lambafelli og göngum samsíða því, síðan upp og inn Lambafellsgjánna sem er ótrúleg náttúrusmíð og mikil upplifun fyrir þá sem eru að fara þarna í gegn í fyrsta sinn. Gjáin sjálf er um 150 m löng og það er einsog fjallið hafi hreinlega rifnað í sundur og eru lóðréttir veggir á báðar hendur hæstir 20-25 metrar.Keilir

Safnast verður í bíla við Samkaup á Selfossi og lagt af stað kl 08.00. Við keyrum sem leið liggur að Keili og áætlum að gangan byrji 09.30. Við minnum á eldsneytispening 1000 kr fyrir þá sem fá far með öðrum.
Heildargöngutími er áætlaður 5 klst. Göngustjóri í þessari ferð verður Sigrún Jónsdóttir.
Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka.

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

Með kveðju frá ferðanefnd.